Píanóstilling

22.000 Kr.

Píanóstilling er hluti af reglulegu viðhaldi. Ef píanóið er stillt regulega þá kemur það til með að halda stillingunni betur.​ Akstur á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu innifalinn í verði.

  • Píanó sem er í reglulegri notkun ætti að stilla a.m.k. á einu sinni á ári.

  • Píanó sem er notað í námi ætti að vera stillt tvisvar á ári.

Akstur á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu innifalinn í verði.

Tónhæðar leiðrétting

5.000 Kr.

Ef hljóðfærið hefur ekki verið stillt í langan tíma þá hefur tónhæðin líklega fallið. Tónhæðar leiðrétting snýst um að setja spennu á strengina og gæti hljóðfæri þurft fleiri en eina umferð til að koma upp til A440 og stillingin haldi. Hvort að píanó þurfi tónhæðar leiðréttingu eða hvort hægt sé að leiðrétta það er metið á staðnum. Ryðgaðir strengir geta slitnað þegar spennan er sett aftur á strengina.

Viðgerðir

Festist nóta niðri þegar þú spilar?

Endurtekur nóta ekki?

Er óhljóð þegar þú spilar á píanóið? 

Það eru margir hlutir í píanóinu sem hreyfast og mikið sem breystist fyrstu árin. Ef það er aðeins ein nóta sem er að láta leiðinlega þá er vandamálið sjaldan mikið, hinsvegar ef um margar nótur er að ræða, þá gæti þurft að yfirfara stillinguna á hamraverkinu í píanóinu. 

Please reload